Hún kom til mín gangandi
Í rauðri úlpu með bakpoka.
Fóru stelpurnar án þín?
Mmm..
Mamma kemur bráðum aftur,
Mmm..
Hún fór frá mér gangandi
Og samstundis fylltist ég hatri
Á manneskjum
Sem meðhöndla litlar manneskjur eins og skít.

Og þá sá ég sorgina,
systir mín hafði ekki lært að fela hana
hennar fimm ára hjarta hafði aldrei þurft þess
-venjulega var hún öðruvísi
-venjulega var orðaforðinn hennar fjölbreyttari

Og þá sá ég sorgina,
því það sama átti við um okkur báðar
-venjulega var ég öðruvísi
-venjulega hugsaði ég ekki um hana.


Það er kannski ekki alveg fínpússað en ég var ekki viss um hvernig ég átti nákvæmlega að breyta því, komið bara með uppástungur ef þið hafið einhverjar.
Born to talk - forced to work