Sjávarþorpið.
Skipið siglir það bergmálar í fjöllunum
mávarnir garga í leit að fæðu lífsins
það er morgun í sjávarþorpinu
þokan læðist
bærinn rís úr þögninni
sólin kíkir niður á milli fjallana
í leit að stað til að láta ljós sitt skína
í þágu lífs fólksins sem þeysir í leit að auði
auði er fluttist að landi
auði er dreginn var með höndum sjómannsinns
er lagði líf sitt að veði
í krappri öldu og illu veðri
allt svo bærinn gæti lifað
nú kvöldar allt sofnar
sólin hnígur til viðar
bærinn leggst til hvílu
allt þagnar
á morgun kemur annar dagur
hvað gerist þá