Ég get engu deilt með ykkur
sem þið hafið minnsta áhuga á.
Því legg ég sál mína
opna á borðið,
leyfi öllum að skyggnast um.
Ég varpa mínum innstu hugsunum
út í eilífðina,
svo aðrir fái notið þeirra.

Ég kasta perlum fyrir svín.
Gríptu karfann!