Svartsýnustu menn mundu ekki neitt
þeir bjartsýnustu í hópnum öxluðu byssurnar
örkuðu af stað
undir brennandi sól og bláum fána
við árbakkann lögðum við byssurnar varlega frá okkur á jörðina
og krupum
vatnið skolaði rykið af okkur og endurnærðir héldum við aftur af stað
svart hárið flæddi niður axlir hennar og mjúklega skar hún sig úr ljósinu
Með vörn fyrir börn fæ ég mér í görn og kem aldrei tilbaka.