millifært, pantað pitsu, keypt bensín
Veröldin snýst um á ógnarhraða
og áður en þú veist af er komið annað ár
Samt er eitt sem breytist ekki
og það er hugur minn til þín
Maður hugsar með sér; hvert fór tíminn?
Samt kvartar maður daglega um hvað hann líður hægt
Skóli lífsins er oft misjafn
en við staulumst áfram
Reynum að finna hinn gullna meðalveg
En samt geng ég alltaf of langt
í hugsunum um þig
Hverju er áorkað er við leggjumt til hvílu
hvern einasta dag sem framhjá fer
Hvað hefði mátt fara betur
Hugsa skal vandlega um það
og ég þarf að hugsa um
hvernig ég get hætt að hugsa um þig
Ég finn til, þess vegna er ég