Mér finnst nú soldið leiðinlega hart af mér að fara að halda ræðu um þetta þar sem þetta er þín fyrsta tilraun :$. og athugaðu það að ég er einungis að gagnrýna form þeirra en ekki innihaldið.
það er aðeins ein lína rétt stuðluð og það er sú þriðja í stafhendunni.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Bls. 36. Suttungur 1, kennslubók í bragfræði. 1996. Iðnú, Reykjavík
Annar stuðullinn verður alltaf að vera fremstur í 3. kveðu
þriðja línan er sú eina sem uppfyllir þetta. Í þessari frábæru bók er líka greint frá þeirri meginreglu að þrír ljóðstafir fylgist að, einn höfuðstafur á móti tveimur stuðlum.
Þó höfuðstafinn vanti þá er ljóðið stuðlað en það er það sem kallast leirburður. Auðvitað má brjóta reglurnar það er enginn sem bannar það, en ég segi það að rangt kveðin ferskeytla er ljótara en allt ljótt. Ferskeytlu formið er mjög fast form sem hefur verið fullmótað alveg síðan á 15. öld og ljóðstafirnir eru mjög stór hluti af forminu, upp á það að það hljómi vel í hrynjandanum þegar hún er kveðin upp.
Hoppa stíga strjúka klappa
stimpla berja krjúpa
kreista pota þukla þjappa
þarna tiplar rjúpa
lestu þetta upphátt og þá heyrir þú að þetta rennur mun betur af vörum en
rúma líta fara sýkja
rotnað mikið hefur
minna lemja senda mýkja
kynda horfa þefur
skilurðu?