Loksins fengum við frið
Skrýtið var að sjá þig á ný
við sumarlok eftir þetta frí
Á ásjónu þína ég leit og sá
áframhaldandi hlýju og þrá
En hvað gat ég við því gert?
Ég geymd var hjá öðrum, eða það ég hélt
Hugsa oft með mér; hvað ef…
Minningar líða á meðan ég sef
Núna næ ég engri átt
næst er ég sé þig þá leikur þú mig grátt
Því þá ruglast hjarta mitt og hugur
þess vegna er ég buguð
Þú glóir, geislar og ert sterkur sem stál
gefur mér hluta af þinni sál
Bráðum munt þú birtast mér
bíða mun ég eftir þér
Ég trúi þér og treystu því
að til þín ég aftur sný
Ég finn til, þess vegna er ég