Ég var að fara yfir gömul ljóð sem ég á og fann þetta í bunkanum ég samdi þetta fyrir svona ári eða eitthvað, er ekki viss, en hérna er allt klabbið
Sagan af Bíamó
Í hyldjýpi heljar er Bíamó
Mín Bía, mín Bía, mín Bíamó.
Svo fögur, svo falleg mín Bíamó
Og saklaus með augun sín blá.
Sú fegurð og fullkomnun aðeins sést
Í barnslegri sál hennar Bíamó
Hún elskaði allt og mig allra mest
Er vaggaði ég henni í ró
Mín Bía, mín Bía, mín Bíamó
Sem aðeins var fyrir mig
Ó fanhvítar kinnar og augun blá
Og aðeins fyrir mig
Svo fagurt, svo fagurt blóðið rann,
Úr hjarta hennar Bíamó,
Svo í líkama mínum og anda ég fann,
Þá fullkomnun lífsins er hún dó
Ó Bía, ó Bía, ó Bíamó
Hví hvarfstu svo fljótt frá mér?
Ég elskaði þig mín Bíamó
Er lífsandan tók ég frá þér
En nú er hann horfin og minningin ein
Af bláum augum þínum.
Eftir lifir í hjarta þess
Sem ást þína á, og huga mínum
Því aðeins fékk ég að fynna þá ást
Er drakk ég lífsanda þinn,
Og neistan gyllta sem í augum þér sást,
Með blóðinu þínu engillinn minn
Sú bölvun sem sál mína brennir
Sem hvíld frá ég aldrei fæ.
Nema þá andartaks stundir
sem blóði á varir mínar ég næ
Svo sofðu nú Bía, Bía mín mó
Með bros á köldum vörum þínum.
ég vagga þér hægt, svo hægt í ró
Með blóð þitt á rauðum vörum mínum.
En sagt þér ég get ef þú segir ei frá
Að einhvern daginn ef ég má
Til heljar snúa heim
Þá fegurð þína ég aftur mun sjá
Og neistan í augunum tveim