Allt hermir eftir öllu
Tölurnar herma eftir öllum
Allir herma eftir tölunum
Án talnanna væri allt allt öðruvísi
Gamall maður biður þig um tölur
Þú segir honum tölurnar
Maðurinn verður glaður,
allt út af tölunum.
Hvað ertu gamall?
Hvað verðið þið margir?
Klukkan hvað kemurðu?
Þú svarar öllu í tölum.
Þú ritar niður lykilorðið
Orðið er í tölum því að
tölurnar eru orðið
Tölurnar eru lykill lífsins.
Þú færð þér kók í flösku
Í tappanum eru engar tölur
Í tappanum er mynd
Mynd af annarri kók flösku
Allt hefur breyst
engar tölur
bara myndir
og þú vannst
—
Þetta ljóð ákvað ég að semja í tilefni þess að ég vann í fyrsta skipti á ævinni í sumarleik Coca Cola.
Gleðilega Lóu!