Mig langar að skrifa ljóð,
orðin komast eigi út úr mér.
Þau eru þarna,
en þau komast ekki út.

(Þú varst hjá mér í kvöld.
Fingur þínir mjúkir,
augu þín svo falleg,
koss sem féll svo mjúkt á varir mínar,
og orð sem féllu betur í eyrað mitt
heldur en öll heimsins tónlist.
Kveðjustund nálgast
og þrátt fyrir
augun,
orðin,
fingurna
og kossin þá á ég erfitt með að segja:
“ég elska þig.”
En allt í einu falla þessi orð út úr mér,
lágt og hljótt:
“ég elska þig.”
Ég heyri lítið en samt mjög þæginlegt:
“sömuleiðis”
koma til baka.
Fullkomin endir á fullkomnu kvöldi.)

Mig langar að skrifa ljóð,
orðin komast eigi út úr mér.
Þau eru þarna,
en þau komast ekki út.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…