Allstaðar heiri ég raddir sem ræða
Reyna þær hverjar með tölu að græða.
Í fréttum, í blöðum, í bölvuðum miðlum,
en bara af lörfum sem græða á gyðlum.
Gyðlurnar reyna en get’ ekki talað,
greyin, því oní þær er alltaf malað
og lofað þeim gulli og grænleitum skógum
og galandi hönum og singjandi lóum.
Hjá gyðlunum leynast þó tugir af törfum,
törfum sem girnast að forríkum lörfum.
og ætla í aftari endan að stanga,
en alltaf nær larfurinn, tarfinn að fanga.
Ef hjörðin öll tekur sig saman og segir
samtaka, hátt svo að í öllu þegir.
Þá tarfarnir stánga með leik í þá larfa
og leifa þá hjörðin’ að taka til starfa
***
Ef svo gerist ekki og saman hún þegir
þá syngur einn larfur og frelsinu fleygir.
Lífskjörin versnandi, líða þeim öllum
svo larfarnir miklu fá lifað í höllum
***
Bara það gerist að gyðlurnar hóa.
Góla þá tarfar og handtaka bófa,
verður það gjörvallri landsbyggð til góðra.
Grær þá allt landið, margvíslegra gróðra.
—
Ég sammdi þetta ljóð því ég tel að allt of margir eru með allt of góðar hugmindir í maganum á sér sem þeir þora ekki að láta útúr sér.