Hvað varð um ykkur öll?
Heyrið þið ei hróp og köll?
Á spjalli er ei sálu að sjá,
nú öskra ég:“Hvað gengur á?”
Ég veit sumir eru feimnir
og aðrir frekar spakir
ýmsir eru gleymnir
hinir eru stakir
Komið nú á spjallið
það ætti ekki að skaða
í tómar eyður fallið
og það má í allt vaða
spjöllum um daginn og veginn,
spjöllum um heima og geima
ég yrði svo dauðsfegin
að þurf´ei að spjalla ein heima
Til þess er rásin,
til spjallsins gerð
komið nú í básinn
þangað er stutt ferð