Alltof margar minningar,
Sem betri eru gleymdar.
Enginn til staðar sem getur skilið mig,
Það kannski breytir engu,
ég kem hvort sem er engum skýringum út.
Ég get ekki grátið, ég get alls ekkert sagt..
Hef fengið nóg!!
Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið???
Segðu mér hvað, ég eigi að gera
Stundum finnst mér lífið bara vera búið
Nóttin hún faðmar mig,
Og mig langar að deyja!
Ég finn svo til,
Innan í mér.
Reiðin kraumar,
Tárastraumar,
Skil ekki neitt.
Vanmetnar gleðistundir
Sem eru farnar í vaskinn,
Viku fyrir hugsunum um
Hvað gera skyldi,
Og hvað ég virkilega vildi
Nokkur ár eru liðin,
Og ennþá er ég að hugsa,
Ennþá veit ég ekki neitt.!!
Þegar sem verst liggur á mér.
Syndi ég í djúpu vatni
Ósynd.
-óreynd.
Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið?
Ég sé enga liti, það er allt svo helvíti svart!
Lífið virðist stundum vera búið,
Þegar nóttin faðmar mig
Þá langar mig að deyja!
Þeir sem mér standa næstir,
Eiga ekki skilið að sjá mig svona.
Skömmin heltekur mig,
Litla hjartað mitt.
Án þess að skilja,
Án þess að sjá,
Leita ég að ástæðu,
Leita ég að afsökun
Fyrir því að vera ég.
Getur einhver sagt mer hvað ég eigi að gera?
Allar lífsins áskoranir
Eru mér ofviða.
Ég finn svo til!
Vill einhver hleypa mér inn??
Hef engar tilfinningar,
Nema reiðina, og tómið
Hef alltof sterkar tilfinningar,
Sekk of djúpt niður,
Stekk of hátt upp.
Er að missa tökin..
Ekkert sem ég skrifa er í samhengi ?