með aflitað hár og augu sem stara svo djúpt
með farðaða húð og vöðva sem standa svo kúpt
silkisléttar varir sem glotta hæðnislega að öllum
telur sig vera vinsælan og stærstan af stórum köllum…

stoltur af sjálfum sér og gengur þráðbeinn í baki
bestur í bóli, bestur í drykkju og langbestur í blaki
ástfanginn af sjálfum sér, þessi myndarlegi og sæti
myndi riðlast á sjálfum sér og speglinum
ef hann gæti…



ég er þreyttur á þessum hrokafulla heimi sem við búum
ég er þreyttur á tilveruleysi þess drottins sem við trúum
blind við göngum þá braut sem fyrir okkur er lögð
og treystum þeim orðum sem okkur eru sögð…

við leggjum á okkur erfiði
og eyðum miklu fé
einungis til að hindra þetta
sem kannski myndi ske:

að verða litin hornaugum
að vera tekin á taugum
svo við drögumst inn í þennan hóp
og verðum aumingjalegir menn
með tilveruleysisdraugum

en ég efast enn…



“til fjandans með meik og til fjandans með gel
ljótum og asnalegum líður mér vel
til fjandans með brúnku og til fjandans með þig
þarf ekki að þykjast er ég hef fundið mig
til fjandans með hössl og til fjandans með vín
sæta gervistelpan verður aldrei mín…

til fjandans með trú og til fjandans með pólitík
til fjandans með bindi og hverja einustu silkiflík
til fjandans með hroka, hræsni, flón og klón
illa farðaðar persónugrímur og forljót gerviblóm…

til fjandans með gleði ef ég er slappur og leiður
til fjandans með allt ef ég er æstur og reiður
til fjandans með sorg og til fjandans með gleðilyf
til fjandans með tíma og til fjandans með klukkutif…

til fjandans með vinnu og til fjandans með nám
til fjandans með greddu og til fjandans með klám
til fjandans með boðorð og til fjandans með syndir
til fjandans með ferskvatn og íslenskar lindir…

til fjandans með ljóð og til fjandans með blíðu
til fjandans með blóð og aðra fylgikvilla stríðu
til fjandans með Bush og hans aumu fylgdarmenn
til fjandans með alla sem styðja hann enn…

til fjandans með væmni og til fjandans með allt
til fjandans með hita og til fjandans með kalt
til fjandans með ljótt og til fjandans með sætt
til fjandans með fljótt og til fjandans með hægt
til fjandans með skítugt og til fjandans með hreint
til fjandans með öfugt og til fjandans með beint
til fjandans með jörðu og til fjandans með heiminn
til fjandans með fjandann og til fjandans með geiminn
til fjandans með þig og til fjandans með mig

því syndir okkar hafa fyrir löngu
fyrir svo fjandi og andskoti löngu
farið upp fyrir hæsta stig…!”

en ég slepp þó kannski sjálfur
alla vega hálfur
í gegn…



ég er ég sjálfur og hef verið það æ
sama hvað ég lifi og sama hvað ég fæ
ég get litið aftur og við spegilinn sagt:
þína lífsins braut hefurðu sjálfur lagt!

því þó ég gangi um í slitnum fötum
og skórnir báðir alsettir götum
ég sé ekki dáður í veislunum öllum
né dýrkaður af frægum hrokaköllum
þá mun ég lifa það sem ég sjálfur vil
eiga mitt eigið líf og vera bara til…



ég er ekki gervimaður
sjálfselskandi lúði
ég er ekki í tísku
né draumaprinsinn prúði

ég er ekki flottur
og þyki heldur óspennandi
ég er ekki ljúfur
því hjarta mitt er brennandi…

ég er ekki úr plasti
og ekkert sálnameik

fjandinn hafi það!!!

ég er ekki feik…


-pardus-



***Endurgerð á ljóðinu “Sannir Persónuleikar” sem ég skrifaði fyrir rúmum 3 árum. Þetta ljóð er meira ætlað sem texti við þungarokkslag. Innblásturinn kemur úr laginu “Ænima” með Tool***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.