Þetta er partur 2 af þremur í þessu ljóði. Síðasta partin byrti ég síðar
ath. ljóðið er sannsögulegt en nöfnum hefur verið breitt

-Túngötupartur-

Hefði Haukur farið heim
að hitta sína konu og börn,
þá hefði ekki losnað hanns reim
né heldur hefði klikkað hanns vörn.

Í heimahúsum er gott sér að halda.

Nú steig Haukur út á nýjan leik.
Út strætið hann ætlað´að fara
Langt útá götu, hópurinn beið
og létu menn skýra til skara.

Nú vildi Haukur fjörið fanga.

Hvað átti Haukur að gera þá?
Hvað gat hann til bragðs tekið?
En þrjátíu hnefar réðust hann á,
þá varð ei tilbaka ekið.

Leiðin heim er best allar leiða.

Í hann þeir höfðu sparkað margoft
hann gat ekkert í því gert.
En er Lárus stökk hátt upp í loft.
í andlitið fór fóturinn þvert.

Fyrr má nú rota en dauðrota.

Í þrígangi réðist á hann skarinn,
þar stækkaði hópurinn ögn.
Er löggan var kominn var hópurinn farinn.
Löng var þá hanns þögn

Því hann var þögull sem gröfin

Þarna lá hann á miðri götu,
þá kom hanns kona að hugga.
Blóðið lak eins og hellt vær´úr fötu.
bara að hann stæði upp, úr sínum skugga.

Hefndin er heiftarlega sæt.