grá móða, svífur yfir heimili mínu,
smokrar sér inn, í alla króka og kima.
Brátt fyllir hún herbergið mitt, og gleypir allt í sig
skilur ekkert eftir, nema mig
og örvæntingu sem lyftir mér upp, hátt til himins
hátt upp, til stjarnanna og fuglanna

um stundarsakir svíf ég,
ræði við máfinn, um lífið og tilveruna,
fer að tefla við kríu sem er á vappi
en hrapa svo niður, og brotlendi aftur.


móðan er farin, farin frá mér,
án hennar er, allt svo tómlegt
ég sakna'hennar strax,
þó hún sé bara ný farin,
von'að hún komi aftur fljótt,


…því ég var ekki búinn með skákina