Vinarmissir á ágústnótt!
Nú er vandi að velja úr
viðkvæmt er lífsins teymi.
Ég held ég fari og fái mér lúr
flöskuna góðu ég geymi.
Á ganginum heima ég grét af sorg
gamall kom að mér þá hundur.
Ég týndist í þessari tómu stórborg
traustur mér var þessi fundur.
Nú sitjum við saman við leiði hans
sem frá okkur féll um árið.
Þorleifur kom í stað þessa manns,
það grær nú hægt uppí sárið.