Þetta eru ljóð sem ég hef samið ,þau eru kannski ekki merkileg en mér þætti gaman að vita hvað ykkur finndist.

Ást og hamingja

Við gleðinnar strendur
Í blómstrandi haga
Er ástin kona og maður
Þar eiga þau hvors annars huga

Þau njótast með ást í hug
Fljóta í ástarflaumi
Þau brosa með gleði í hug
Finna sig í gleðistraumi

Í dýrðarljóma þess litafárs
Liggur hamingjan

Í gleðinnar flaumi
Þeim hrjóstruga straumi
Renna gleðitár
Dýrmætari en auðsins fjár

Á því auðborna landi
Þar sem bárurnar brotna á sandi
Er úr bergi brotin sál
Fyrir hvern þann sem talar gleðinnar mál

Okkar mál

Í málinu er litadýrð úr lífsins laufi
Sem hverfur ei þó árin hlaupi

Í þeirri litadýrð einni og sér
Er hamingjan, ástin
Sem blóstrar í hjarta þér.



Þú

Um kveld eitt er ég þráði að vera með þér,
er ég fann fyrir engu nema sjálfri mér.
Í huga mínum þú varst mér hjá,
ó, aldrei ég mun gleyma þeirri þrá.

Þú greyptur í huga minn, huggaðir mér blítt
og ég fann að mér varð aftur hlýtt.
Ó, hve undursamleg var sú stund er þú sóttir mig heim,
um brautir hugans ég flaug og geim.