Það er nú gaman að segja frá því að ég og fólkið sem ég vinn með renndum augum yfir ljóðið og sáum alls enga villu þar til ég ákvað nú bara að kíkja í orðabók. Það sem gerir þetta fyndið er sú staðreynd að við vinnum á bókasafni, þrír vitrir bókaverðir og tveir háskólamenntaðir bókasafnsfræðingar sem kveiktu ekki á perunni :)