Allt í lagi, ég ætla bara að senda inn þessi fjögur ljóð (eiginlega þrjú) og þið megið endilega koma með álit. En hér koma þau.
Tvær dúkkur
Um daginn
fékk ég tvær dúkkur,
önnur var bláeyg
í svörtum og hvítum fötum,
hin var með gul augu
sem störðu draugalega
út í loftið.
Þegar maður hallaði
dúkkunum aftur
þá lokuðu þær augunum
þær lokuðu augunum
svo þær sjái ekki
grimmd heimsins.
Þetta eru tvö ljóð sem eru svo samrýmd að ég kalla það afaljóð (ef það er kallað eitthvað annað það látið þig mig vita)
Ég trúi því ekki
Ég trúi því ekki,
að þú liggir neðan jörðu,
ekki til lengur,
farinn.
Ég trúi því
Ég trúi því,
að þú liggir á skýi,
hliðina á ömmu,
brosandi.
Nú kemur ljóðið Leikritið sem ég samdi í skólanum um daginn (í litlu sætu ljóðabókina mína með kanínumynd framaná), Leikritið er bara venjulegt ljóð…
Leikritið
Fólk brosir,
og hlær.
En allt í einu
er ekkert
fyndið eða broslegt.
Allir fara að gráta.
Í næstu viku
er gamanleikrit
og allir fara að hlæja
og brosa.
Allt það slæma er gleymt.
Koma svo með álit…