Hér koma nokkur ljóð úr ljóðabókinni Dagbók Lasarusar eftir Kjartan Árnason.
Hér kemur eitt úr kaflanum Lasarus æskir handleiðslu:
Leyndardómur líffæranna
Undarleg er anatómían:
Ég er með nýrun full
af draumum.
Draumum sem brotna
niðrí frumeindir sínar
einsog allt annað
sem þar lendir.
Fara síðan rétta boðleið
á réttan stað
og í hvert sinn
sem ég kasta af mér vatni
kasta ég af mér draumi.
Svo kemur eitt ljóð úr kaflanum Lasarus ræðir málið:
Við sagnabrunninn
Hef orðið að vera
Mun hafa verið orðinn
Hafði orðið verið
Mundi hafa orðið
Hef orðið að muna
Muni hafa orðið að hafa
Verð orðið að hafa verið
Mun hafa haft orðið
Ef ég gæti bara verið lítil stelpa í Carl KjelsensVei 7 atur með stækkunarglerið!
www.folk.is/inga_zeppelinfan