Í hinu efnislega fangelsi mínu sit ég,
hugsanir mínar, öskur sem enda í hnút.
Því engu heldur ég vil
en úr viðjum líkamans brjótast út.
Einhverstaðar þarna úti, eruð þið,
sem eruð í sporum mínum.
Og endalaust reinið að sleppa
úr efnisheims fangabúðum.
En ein ég sit, og hugsa,
og lykil ég leita að.
En eithvað heldur mér aftur
sem ber frelsisvon mína í spað.
Því fleiri þeir eru þar úti,
sem fangelsið kalla sit bú.
Og skreyta með málingu fínni,
en sálinn er ei í tísku nú.
En dreymi ég stanslaust um frelsi,
minn síðasta efnisdag.
Þar sem róbotarnir eru ei æðri,
og allt gengur okkur í hag.
En í tómi ég sit nú og skrifa,
þessi tilgangslausu, ófögru orð.
Og læt, í örvæntingu, mig dreyma,
og íhuga mitt eigið sjálfsmorð.
A.t.h: Ég er ekki að íhuga sjálfsmorð, þetta ljóð er að hlutatil komið út frá mér, en ég veit um manneskjur sem hafa því miður gripið til þessa örþrifaráðs til þess að losna úr þessu sársaukafulla fangelsi sem við köllum efnisheim. Og ég lofa því að næsta ljóð mitt verður bjartsínna, ef ég fer þá í gott skap :)