Það er spurning hvort maður megi senda lagatexta inn. Það er jú ekkert laga áhugamál og ég lít á texta sem ljóð, vona bara að aðrir séu sammála mér.

Þetta lag er eftir mig og verður flutt af hljómsveitinni minni Rýrð. Þetta er líka það einfaldasta sem ég hef samið. Allaveganna hvað varðar laguppbyggingu.

Dauða lagið

E7 C
Ég hef séð dauðann tvisvar,
E7 C
ég sé hann aftur í nótt.
E7 C
Ég veit margt um dauðann,
E7 C
hann ferðast bæði hratt og hljótt.
E7 C
En þessa daganna virðist,
E7 C
dauðinn koma alltof fljótt.
E7 C
Ég finn það á mér núna,
E7 C
dauðinn kemur í nótt.

E C D7 E C D7

E7 C
Hann gengur um í gráu,
E7 C
frá toppi niður í tá.
E7 C
Ég veit að hann keyrir,
E7 C
svörtum kagga á.
E7 C
Ég heyri hann nálgast,
E7 C
nálgast mig skjótt.
E7 C
Ég veit að ég sé dauðann,
E7 C
þessa dimmu nótt.

E C D7 E C D7


E Am
Ég hefði átt að segja meira,
C D
meira en ég sagði frá.
E Am
Ég hefði átt að vita meira,
C D
meira en ég vissi þá.
E Am
Og ég vildi bara óska,
C D
að ég gæti verið lengur.
E Am
Huginn vill það,
C D
en hjartað ekki gengur.