niður í hyldýpið sál mín sogast
skrattar og englar um leifarnar togast
en hugur minn særður í sorgmæðum stynur

hvert skal halda er heimurinn hrynur?
þunglyndið algert, líkaminn linur
alltof nálægt mér helvíti dynur

hvar ertu myrkur?
hvar ertu vinur?



í skugganum skjól við ávallt finnum
þar skjótt þerrast tár af votum kinnum
í myrkrinu hef ég nú of lengi dvalið

hvert skal halda ef sinnið er kvalið?
þunglyndi algert, hjarta mitt kalið
smám saman verður sinni mitt galið

hvar ertu sólskin?
hvar ertu falið?



í uppgjöf horfi ég niður á borðið
og reyni að finna síðasta orðið
til að fullkomna sorg í eymdarljóði
en hugmyndir kafna í köldu blóði…

í uppgjöf horfi ég niður á orðin
því ég veit það nú loks
að vonin er horfin…


-Daníel-

Hef nokkur ljóð á lager sem ég hef ekki haft tíma til að láta inn. Kemur fljótlega.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.