Guð hinn almáttugi.
Vangaveltur.
Maður sá er guðinn fyrstur fann
fékk þá skrítnu mynd í huga.
Aldraðann útlits sýna hann
aðrar myndir þurfti að buga.
Ímynd kynnt sem enginn kann
eflaust finnast ráð sem duga.
Í gráhvítum kufli gamal er maður
gráskeggið mörgum hefði nú dugað.
Sæll var um tíðir guðsonur glaður
gæsku naut hrundar er ást hafði bugað.
Eljunar ávöxtur atlot og daður
elur þann bur sem guðsyni er hugað.
Fullþroska er maður þrjátíu vetra
þróun varanleg ef rétt er stefnt.
Furða að ætla þeim besta ei betra
berandi elli þar illsku er hefnt.
Í nafni Heildar og heilsusetra
er hreystileg fegurð þroski nefnt.
Blekkingatrúin er bálandi staða
bráðum er gengið heldur of langt.
Þá bannað er eitt í verra þeir vaða
og vita ekki lengur heilt eða rangt.
Kristna heiminn kynnu að skaða
kynnist þau fólki guðsorða svangt.
Heimskerfi mitt er allur alheimur
all flestar sólir og lífgjafa hnettir.
Þroskaðar heildir þéttsetinn geimur
þróandi framlíf á jarðkúlum settir.
Á guðlegri stefnu milljarða sveimur
staðnaðir neðar frumstæðir prettir.
(Sjá 1. Mósebók landið Nód, austan Eden)