LAND OG FEGURÐARVERND
Skandall er skaðinn sem þið hafið gert
sködduð er náttúra sem rómuð var.
Það nístir mig valdið nakið og bert
nályktin legst á gróðurfar.
Dreyfir svörtum dauða slæðan töluvert
dúnmjúki leirinn tekur lífið sem var.
Þeir reisa ofurlónin og annað setja þarna
enginn okkar latti þó smekklaust væri.
Hingað fólk leitar að lýðræðiskjarna
leggja mótbyr stoð ef í átök færi.
Eftirsjá er mikil að líta fegurð farna
fáráð er heimska ef landsvikin mæri.
Er það ekki heimska meta hlutina kalt
hafna þar annara fegurðarsskyni.
Þegar allt er til arðsemis metið og falt
uppfræddi ég mína dóttursyni.
Þá vega hér verndin og nýtingin salt
iðjunarglýjan á móti gróður vini.
Grátum að morgni graseyðni dags
grósku mikil er náttúrudaman.
Kannað verði betur eða leitað lags
að lagfæra skemmdir í framan.
Yfirborðs mótun í færni fags
Fegrast þegar unnið er saman.