Nóttin sem aldrei leið
Nóttin sem aldrei leið
Vindarnir blása mér burt
til fjarlægra hafna
þar sem margt er að sjá.
Þó get ég aldrei hætt að hugsa
um nóttina sem aldrei leið.
Þorpið iðar af lífi
mannfólkið skríður
og skemmtir sér vel.
Samt tekst mér aldrei að hætta að hugsa
um nóttina sem aldrei leið.
Hún hélt í höndina mína
og brosti svo undurblítt
kúrði sig niður í sængina.
Þetta var það sem gerðist
um nóttina sem aldrei leið.