Þegar ég fæddist
Vildu mamma og pabbi fá stelpu
En eftir að ég fæddist
Rifust þau því ég var ekki strákur
Var það mér að kenna?
Mamma vildi kaupa einbýlishús
En pabbi vildi búa í blokk
Þau rifust dag sem nótt
Þangað til loksins
Að pabbi fór
Var það mér að kenna
Var það eitthvað sem ég gat gert
Pabbi reifst
Því hann vildi koma til baka
Mamma reifst
Því hún vildi það ekki
Þá bað hann hennar
Og þau kauptu hús
Var það mér að kenna
Hefði ég átt að gera eitthvað.
Mamma vildi annað barn
Pabbi vildi það ekki
Mamma grét
Pabbi trilltist
Var það mér að kenna
Gat ég eitthvað gert
Ég eignaðist kærasta
Sem spilaði i hljómsveit
Pabba líkaði það ekki
Mamma sló mig
Var það mér að kenna
Ég komst ekki
Inn i lögfræði
Mamma grét
Pabbi kallaði mig aumingja
Var það mér að kenna
Ég vildi að ég hefði flutt að heiman en ég gat það ekki
Ég var háð þessu ástandi
Hvert gat ég svosem farið
Þau áttu mig
Var það mér að kenna
Þegar þau ætluðu
Að kaupa nýjan bíl
Vildi mamma sjálfskiptan
Pabbi beinskiptan
Þau rifust sem aldrei fyrr
Var það mér að kenna
En þegar ég tók bílinn
Og keyrði honum framaf
Það var ekki ykkur að kenna