Komin til að sækja sálirnar
úr þeirra hughrausta dauða.
Með brostin augu
þeir horfðu á mig og brostu.
Bíðandi og biðjandi
um fyrirheit
því dauðir geta engu lofað.
Ég brosti afsakandi,
mér fannst það leitt
en þeir þurftu víst að bíða lengur eftir valkyrjunni.
Ég var ekki hún.
There is no sin but stupidity. (Oscar Wilde)