Ef ég gæti sagt þér það,
hvað mig væri að dreyma.
Þú myndir nú eflaust hlæja að mér,
því vil ég frekar gleyma.
Ást mín á hið ómögulega
Ást mín svo vön því nú
Ég mun þig aldrei eiga
Ég ligg og læt mig dreyma
Þó svo væri ég gæti þig átt
Ég gæti ei þegið þá sátt
Ég á svo mikið bágt
Ég er vön að þrá úr fjarlægð,
líkt og tungl þráir sól.
Ég gæti aldrei játast þér,
þú ert aðeins til að dreyma um.
Ég var vön að óska eftir þér,
var vön að biðja um ást þína,
játningu og tár.
Nú hugsa ég til baka,
Nú veit ég hvað ég get,
Ást þín er ekki alvöru,
Ást mín er til að þjást.
En ég læt mig dreyma,
líkt og ég gerði í gær.
Án þessara drauma,
mín sál, myndi visna, deyja og þjást.
spotta/jan 2005