lífið er súrt
lítið um gleði
skóli og vinna
ónýtur sleði
verkum að sinna
ekkert að fá
aldrei mun fiskurinn
bíta á

ég hrist´af mér slenið
og brýst áfram um bilinn
kemst ég um fenið
verð ég eftir skilinn
fer druslan í gang
er ég að henni kem
eða sekk ég í þang
er ég sjálfann mig hem
ef heim ég kemst
þá sofa ég skal

og daginn eftir ég fremst
í fylkingu verð
ekkert skal mig stöðva
hvorki satan né þú
ég skal þig afhöfða
þú illmenni þú
hið góða skal sigra
þó annað vill hann
svo vér skulum sigra
allt sem minnir á þann
þann djöful í mannslíki
sem hefur ekkert líf!





Maggi hinn mikli hefur lokið orði sínu