Fjólublái Bifurinn
Ég þekkti eitt sinn bjór,
sem fjólublár var.
Hann synti, svo mjór
og lítill og snar.
Leit hann út eins og lítill hamstur,
en miðað við hann orðinn var stór.
Þold’ann ekki þetta smádýra- amstur,
því hann var orðinn; alvöru bjór.
Bifurinn synti og stíflu hann byggði,
með löppunum einum, og tönnunum tveim.
Spýtur úr viði og trjám hann tryggði
að væru hjá honum, alv’ eins og þeim.
Byggði hann stíflu, flotta og fína,
var hún alveg rosa stór;
risastór, stærri en Kína.
Og þá segir fólk: er þett’ eftir bjór?
Ávallt við munum eftir þessu merkisdýri,
Í minnigunni aðeins hann er,
sem köttur út’í mýri, sem setti á sig stýri,
og lætur alla muna eftir sér.