Út skein sól,
sátu fuglar á trjám, sungu dirrindí
og skitu á gljáfægða bílana
sem sváfu í leiðindarbið eftir eigendur sínum
sem svo aftur sváfu í leiðindarstörfum sínum

Eigi skildu nú skýin míga á ræfilsins rónana
sem ruglaðir ráfa um lækjargötuna,
því það væri synd og sóun á himnanna vökva

Eftir er þrídægra, sól og næstum sumar
flissandi bak við hornið.
Helgin bíður þar handan
og bíður máski upp á glas
—–