Í hel
Mig dreymdi draum í nótt.
Draum um hvítar dúfur
sem flugu hátt til himins.
Það virtist sem þær stefndu til sólarinnar.
Ein dúfan var frábrugðin hinum.
Hún flaug lengra frá og hélt ekki í hópinn.
Hún var með svartan flekk á sér,
Dúfurnar flugu alltaf lengra og lengra
upp þar til þær sáust ekki.
En skyndilega hrapaði ein þeirra niður
það var sú með blettinn.
hún hrapaði niður á jörðina
beint fyrir framan mig.
Og í augum hennar sá ég dauðann.
Svarti bletturinn litaðist og varð rauður.
Og fyrr en var var dúfan látin.
Ég vaknaði upp í andköfum
og fann fyrir vondri tilfinningu inní mér
sem hamaðist á hjarta mínu,
hnútnum í maganum sem þrengdi að sér
og herbergið virtist minka með hverri sekúndu sem leið.
Í hvert sinn er ég lokaði augunum sá ég blóðrautt.
Og kipptist allur til,
fann að það væri eitthvað að reyna að stjórna mér
eitthvað annað.
Eitthvað sem lifir í sál minni
og vill ekki fara, sníkjudýr.
Ég flýtti mér úr herbergi mínu
og kannaðist ekki lengur við mig,
ég var ekki lengur heima hjá mér,
ég var úti, á stað sem ég kannast við
en hef aldrei verið á.
Skógur mikill, há tré og allt frosið.
Það virtist ekkert líf vera þarna,
aðeins dauðinn.
Snjórinn var djúpur,
og ég fann fyrir stingandi sársauka kuldans,
Hvar er ég ?
Ég leit í kringum mig,
ég var einn og ég vissi ekki hvort þetta væri draumur
eða raunveruleikinn.
Allt var svo sorglegt
Ég reyndi að feta mig áfram í snjónum
en hann var svo djúpur að ég náði ekki langt
áður en lungun á mér virtust ætla að falla saman.
Ég heyrði í vindinum,
sem hvein einsog eitthver myndi deyja þennan dag,
og ég heyrði í úlfum, góla á nóttina,
Og ég fann fyrir því hvernig tungsljósið
hjálpaði ekki hjartanu að ná sínum rétta takti.
Þegar ég stóð þarna einn í miðjum skóginum,
var mér litið upp
og ég sá hvernig stjörnurnar virtust allar
ætla að hrapa á sama kvöldi.
Ég hneig niður og fann
hlýjuna streyma,
og ég vissi að það sem var,
verður ekki lengur.
Hjalti 17.11.04
Hrátt as fuck kanski en whatever take a picture döhh okey ;)