(Jæja, smá tregi til þess að ég samsvari mér hér í flórunni)

Höfuð hennar, líkt og sveipað væri sólu,
vakti himinin og strauk mér um kinn.
Hún var móðir alls lífs, lífgjafi minn
og vegarvísir tilvistarlausrar sálar.

Höfuð hennar, líkt og sveipað væri gulli,
auðgaði hug minn og gaf mér sýn.
Sýn án sjónar, von án drauma
og svefn er ég vakti.

En sólin sest á hverjum degi
og gullið selur eigandann ódýrt.
Svo í dag lifi ég án dags,
allslaus til minningar um dýrðina.