Skiladagur verkefnis: Of stuttur tími.

Kem mér að verki og ekkert gengur,
tíminn gengur of hratt og ekkert gengur.

Og aftur kem ég mér að verki og byrja að vinna,
vinn og vinn, þarf að taka mig á.

Hvað er þetta! Ég er Íslendingur! Ég get allt!
Vinn bara meira á morgun!

Mæti til vinnu og vinn og vinn,
vinn og vinn og ekkert gengur.

Fyrr en..

Allt fer í köku og áætlun breytist,
breytist og allt verður skýrt.

Ekkert mál, ég vinn vel undir álagi,
því ég er Íslendingur!

Mæti til vinnu og allt gengur vel,
eða ekki, því rigningin kemur og öllu er hætt.

Byrja að nýju og allt gengur vel,
búinn að klára og skila á morgun.

Mæti til vinnu og félagi stoppar mig,
spyr hvort ég vissi um diskinn.

“Nei” segi ég og spyr á móti,
“Hvað um diskinn? Hvaða Disk?”

“Ó, svo þú vissir ekki að Harði Diskurinn
á tölvunni sem þú varst að vinna á
krassaði í nótt?”

“Öll Gögn Töpuðust”

En týpískt.

Deeq.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?