Hvað kveikir neistann hjá ykkur kæru samhugaskáld. Persónulega þá finnst mér einmanleikinn kveikja mestu bálin.
Einn í lundi lék ungur sveinn
lágt lá honum rómur
einmana kaldur dapur einn
einkisverður tómur
en seinna glaðbeitt sólin fór
að dreifa sínum geislum
sveinninn varð fljótt svo býsna stór
lét sig ekki vanta í veislum
að yrkja það er ynging andans
ymprar það á snilli
að syngja það er iðja satans
hörpuna ég stilli
ljóðið það er lausamál
lýtur bragarháttum
menning eykur styrkir mál
leiðir menn að sáttum
leirburður er andskotans ljóta vonda dundur
laust í máli tálið spillir
gáski í lofti guma glundur
gára um andar illir
gott er góðum að veita lið
gróa hjartasárin
samhjálpina fast ég styð
styrkjast gleðiárin
hættu! hættu! ekki meira
heyrðu hvar er ljóðið
í snöru gunnvör mun svarið heyra
fagurt svana fljóðið
arnarson