Hádegissólin fellur harkalega
af hásæti sínu
við hósta og stunur hásra fugla

Bílar púandi bruna framhjá
eltandi eigin reyk í bakkgír

Blaut þökin berja af sér birtuna
frá morgunsól
er ber bein sín
í austri
—–