Jæja, þetta er fyrsta ljóðið sem ég sem alveg sjálf svo ekki búast við neinu meistaraverki:P en hérna kemur það
Sorgin
Situr við gluggan,
horfir út.
Saknar mannsins,
hjartað í hnút.
Hann þurfti að hverfa.
Gróf sig í fönn.
Lífið farið,
hún eftir situr ein.
Tárin renna,
hægt og hljótt.
Konan grætur,
komin nótt.
Ljósin slökkna,
allt er rótt,
aðeins tárin
renna hljótt.
Hugsa ei nokkuð,
vantar hann.
Vantar hlýju
og elskhugan.
Lítill pollur,
Táraflóð.
Grætur konan,
nóttin óð.