Að standa utan alls, horfa á
„venjulegt fólk“ versla jóla gjafir fyrir sína nánustu
meðan Krossfestir jólasveinar
prýða skreytta glugga verslana.
Og Kristur horfir á og er hugsi
Með Wiskí pela innundir kuflinum.
Með sígarettu í hægra munnviki
Þar sem hann gengur laugarveginn
Og hangir stundum niðrí austurstræti
Með jólasveina húfu.
Hann botnar ekki upp né niður í hraðanum.
Hvert hefur heimurinn farið!
Gæti hann hugsað þegar hann fær sér
smók af camel án fillters.
En ég er víst komin aftur í einhverri mynd.
Og ártalið er mitt.
En hraðinn er of mikill.
Hraðinn er of mikill.
Að standa utan alls með snert af Kristi í sér,
Horfa á „venjulegt fólk“ versla jólagjafir fyrir sína nánustu.
Og hafa ekki efni á svo mikið sem einni.
Á meðan Krossfestir Jólasveinar prýða
Jóla skreytta glugga verslana.
Og spyrja sig er maður horfir á heiminn:
Hvert hefur hann farið þó svo ég viti að
jörðin snýst í hringum sólina þá er spurningin ekki bókstafleg.
En hún er tilkominn vegna þess að
jafnvél hinir verstu manna eru komnir með nóg.
Og morð er komið í tísku.
Já, jafnvel morð er komið í tísku.
Og nauðganir og fyllulíf þykir sjálfgefið undir nafninu
Tilhuga líf.