titilinn fékk ég af láni hjá hugaskáldi sem kallar sig lilla.
af því ég var að átta mig á því orð mín eru yfirfull af hroka, heimskulegum orðasamböndum og myndmáli sem enginn skilur.
og sjálfum finnst mér einfaldleikinn alltaf fallegastur
ég vil vera fullur á almannafæri,
keyra á hundraðogtíu þegar ég er að drífa mig
og reykja þurkaðar jurtir sem hafa sljókandi áhrif á hugsun
ég vil stunda kynlíf í garði nágranna míns,
hlægja að fötluðu fólki
og segja mömmu að mér finnst ullasokkannir sem hún prjónaði handa mér ljótir
ég vil ganga um nakinn,
panta mér meylordderbræd rússlandi svo ég þurfi ekki að vaska upp
og keyra um á nagladekkjum á sumrin
ég vil elska
ég vil hlægja
ég vil borsa
ég vil hlaupa um hlæjandi í sólinni en eiga ekki í hættu að deyja úr sortaæxli, stund óvarnað kynlíf á þess að taka ábyrgð á afleiðingunum
og fara óléttur á fyllerí
ég vil heimsfrið,
frjálsar ástir
og ókeypis áfengi
ég vil sofa hjá blindri konu,
vera forseti N-Kóreu
og búa í hvíta húsinu
ég vil ég vil ég vil
ég vil svo margt
að ég gæti aldrei talið upp það allt
en ég vil varla þjást
þó það rími við orðið ást