Landslagi kvalið, kalið
og kraftlaust.
Hinu eilífa hausti
þú heldur kröftuglega með járnkló þinni.
Rautt augað starir, rembingsfast
á börn þín sem svolgra í sig
svarta mjólk,
við þína riðguðu mjólkurstóla.
Ó himneskur ertu, ó heilagi faðir!
vél úr guði, heldur á mér.
Og sé ég þar sonin
alsælan á svip.
Með gaddavír gráan
strengdan, grimdarlega um hausinn.
Með sár á síðu, ígerð
og mar sem blátt litar bein.
Ber svipuhögg á baki, sjálfskipuð,
sem brotin skel.
Ó blessaður vertu, bróðir manns!
sem syndir okkar bar, og baðst um meira.
Leit ég í austur
sá ég þar risan!
Sem í holdi sínu krípur
yfir steinilögðum kirkjugarði.
Gæðir sér gráðugur
á gómsætum líkum.
Í hálfu tungli hámar,
hungri fær ei svalað.
Ó að eilífu sért þú vor heilagi andi!
sem á okkur fæðist í svartnætti okkar.
“Og ég sá, og sjá: Bleikur hestur, og sá er á honum sat, hann hét Dauði, og Hel var í för með honum. Þeim var gefið vald yfir fjórða hluta jarðarinnar, til þess að deyða með sverði, með hungri og drepsótt og láta menn farast fyrir villidýrum jarðarinnar.”
Orð fá ei lýst hinum reiðmanni fimta.