Èg krafdi thig einskis
en thù spurdir: “ Ætlardu aldrey barnskónum ad slíta”
Svo snertir thú mig, allt of nálægt sálini
og sakleysi mitt brotnadi eins og fúin spíta
Ég fór ad vaxa, en allt of hratt
thví ég lærdi aldrey løgmáli lífsins ad hlýta.
Thú nærdist á vanskøpun minni
sem bjó í huga mér og hjarta
og thú lagdist yfir mig eins og mara,
sløkktir á degi mínum bjarta
bál thitt var hlýtt, en gaf frá sér of mikinn reyk
ást thín var nóttin, thessi kalda og svarta.
Ég velti thví fyrir mér enn í dag
hvad sástu eiginlega í mér?
ég var bara barn! ekki einu sinni fermdur
og thú kveiktir í mér losta, vilja til ad thjóna thér
og hvert var thakklætid? Nakid hold thitt?
..- grádug skøp thín og brjóstin ber!!?
Ég tharf meira en ad sleikja af thér svitann
ég er sál sem thráir fyllingu
ást og trygga hønd
sem leidir mig frá veraldlegri spillingu..-
Ekki leida mig beint í daudann
hjálpadu mér heldur ad sýna stillingu.
Ellin gerdi ad mér atløgu stax í æsku
klædd í girndarlegan búning thinn
og ég beit á agnid, ég eltist
medan thú brostir yfir sigrinum, á kostnad minn
thú hafdir tælt enn eitt barnid,
flád enn eitt saklaust skinn.
Gærdagurinn leid, og ég beid morgundagsins
dagsins sem aldrey kom í ljós
en ég átti enn minninguna um hann,-
hans ilmandi rós
thrátt fyrir fnykinn í lífi mínu
thad skítuga fjós.
Nú hafdi ég ad engu ad hverfa
nema fryggd thinni og losta
Thú klæddir thig úr øllu,
nýttir thér minn thorsta
og ég drakk af safti thínu
mig óradi aldrey, hvad thad átti eftir ad kosta.
ég vaknadi til ad gráta
thegar ég sá hvad skuld mín stækkadi
ég vard hádur óttanum
og verdid bara hækkadi
fyrst var ég svanurinn sem flaug svo hátt
svo vard ég hrafninn sem flugid lækkadi.
Thú varst hrútshræid sem ég kroppadi í
og svei, hve hold thitt var rotid
thú fékkst huga minn eitradann
thú fékkst hjarta mitt brotid
en thú fékkst mig aldrey upp úr køldu hafinu
,- og ég missti flotid.
Mér vard svo kalt ad ég missti medvitund
ég hætti ad sjá, ég hætti ad finna
og hjarta mitt fylltist thykksvørtu tómi
sem vonlaust var ad thynna
og ég móadist vid ad dreyma
um ad nóttini færi ad linna.
Mér tókst ad flétta reypid
en ég kunni ekki hnútinn
ég neyddist til ad berjast áfram
thví ég fann ekki hvíta klútinn
- Uppgjøf mín var pússluspil
sem í vantadi sídasta bútinn.
Og enn á ný lá ég med thér
og thú sardst minn vanmátt,
thú lagdir varir upp ad eyra mínu
og hvísladir lágt:
“ Ég ét thig upp til agna
og hjartad úr thér hrátt.”
ótti og hryllingur nádu á mér taki
,- mér var skít sama, og greyp bara á móti
tví ég var djúpt sokkinn
í øsku og sóti
en thá heyrdi ég rødd bergmála úr helvíti
.- thad var samviskan, og hún kom á mig róti.
Í fyrstu neitadi ég ad hlusta
en hún var skerandi hennar rødd
hún sagdi mér ad fara og finna ástina
hvar sem hún væri stødd
ad hún bidi mín enn thá
bæld og nidurkvødd.
ég var ringladur, mig svimadi
thá thú komst og vísadir mér leidina
og ég lagdi af stad
thvert yfir heidina
en med thig ad leidsøgn
fann ég adeins reidina.
Thú gladdist ad vanda
ad hafa fellt mig á ný
nú var ég ástsjúkt flón
sem thú hengdir thig á eins og blý
og dróst nidur í thitt botnlausa dý.
Ég bussladi eftir bjørgini
en søkk allt of hratt
thú sagdir alltaf ad ég væri thinn
,- ég trúdi aldrey ad thad væri satt
fyrr en thú gafst mér kossinn
sem endi á von mína batt.
ég læddist nú med veggjum,
vildi aldrey neinn styggja
og ef einhver thóttist sjá í mér
eitthvad vert ad thyggja
thá flúdi ég af hólmi
thví ég vild'engann hryggja.
Thú sprautadir í mig hugrekki
sem ég kunni ekki med ad fara
og thú lagdir fyrir mig gátur
sem ég kunni ekki ad svara
,- thú sviptir mig allri tiltrú
og lagdist yfir mig aftur eins og mara.
Ég gat allt eins gefist upp fyrir valdi thínu
sem hélt nidri í mér andanum,
sætt mig vid væntingar og vonbrigdi
sem hluta af vandanum,
- lifad í ánaud thinni
… Og dáid á endanum.
ég vona ad thetta skiljist, thrátt fyrir ad íslensku stafina vanti.