halda upp á happaníu.
Bölvuð svínin vaða um völlinn,
versla í innkaupakerrustíu.
Tómatkraftur á tuttuguogníu,
tilboðsverð á barnakerrum.
Kannski viltu kaupa þér greipaldinsíu
og kvenmannsnærföt handa herrum
Búðirnar eru fullar af ódýru dóti,
draslið allt “made in China”
Þó að þú ákæruvaldi hótir
þá muntu málinu tapa væna.
Því við erum almáttug allrahandasala;
appelsínur, karrý og sokkur
og klístrað kók sem kverkarnar svala,
komdu að versla hjá okkur!
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey