Rista skal stafi þessa með hundsblóði á refsskinn, gakk réttsælis og rangsælis um hóla og hábörð í heimalandi (Rvk. vestur). Þyl galdur og særingar þar til allur svefnvargur hefur verið kallaður saman.
Bind hann svo og drep með særingarstefnu þessari:
Óð kveð ég kvæða
kolsvími reftrýnis
sárbeittum sauðskratta
særing í kveðlingi,
stegld, sviðin, húð hroðin,
helreifuð, ró sneiðist
stirð drafni, steinsofnuð,
stælingur fenhringa,
flæmd, drifin fold ofar,
fælin, án lífs sælu,
öllum sneydd heims heillum,
hrakbölvuð af skaðist,
sem duft hjaðni, dauð stattu.
Dvína læt ég bæn mína.
Höfundur:Skerta