Það er ei góðra manna siður
að horfa á hinu svörtu hliðar
í stað þess að njóta sálarfriðar
Hún dregur úr manni allan þrótt
og minnir á niðdimma nótt
þar sem allt er svart og ómögulegt
Það hef ég að sönnu þekkt
Þess vegna er öllum hollast
að halda ávallt í vonina fast
Því áður en þér vitið af,
munuð þér komast á nýjan stað
Stjórna getur þú hugsunum þínum
Rétt eins og ég get stjórnað mínum
Því segi ég við þig, ekki kvíða
Annars muntu að eilífu bíða
En hamingjan er ferðalag
og heilsar þér með glæsibrag
En bara ef þú lofar mér
að horfa til himins og sjá allt hé
Ég finn til, þess vegna er ég