Hversvegna örlög þín eru svo sár
veit ekki nokkur, alls ekki ég
en ég veit þú lifir, hvað svo sem gerist
andi þinn sterkur sem styrkasta stál.
Tárin þau streyma en öll til einskis
þú kemur ei aftur hve mörg kunna að falla.
Þau veita þó huggun, sorgin svo grimm
en lífið þó bjart því von mér þú veittir.
Því hvað svo sem gerist ertu hér hjá mér
hvert svo sem fer ég ertu hér æ
ég geymi þig alltaf, hjarta þitt lifir
minning þín skær eins og skírasta gull.
Sál þín á vængjum burtu er flogin
og heimurinn fátækur eftir er.
Skarð þitt aldrei neinn máttur mun fylla
einstök og fögur, ég sakna þín æ.