Sem fyrirburi fæddist ég
flón á röngum tíma,
byrja ég þar
sögu mína.

Í kuldan var mér hennt
sem sumir kalla veröld
en aðrir kalla réttilega
helvíti.

Úr engu í ekkert
er sannarlega endurtekningin
sem líf mitt og annara
byggist á.

Ég er kominn að tímapunkti
þar sem skuggar úr öllum áttum
skyggja á mig, klórandi
út í loftið.

Ef aðeins þessi “heimur”
væri að anda inn en ekki út
þá mundi ég eftilvill bíða
eins og alltaf.

Nothæfur sem ekkert
ónytjungur í öllu
hugríkur án drifkrafts
bensínlaus.

Hvorki elskaður né dáður
hvorki hataður né háður
sem og laufblað er í vindi
tilgangslaus.

Rósin mun egi gráta
fjarveru mína
enda eru tár takmörkuð
hér.

Og ég hef aldrei kunnað að gráta….

Í skuggahúmi kríp ég
skelf ég þar af kulda
hugsa um það að lostna
úr þessari vél.

Íhuga staðsetningu míns varanlega frís

Hef ekkert fleyra um það að segja.