Þingeyskur bóndi
kaupir áburð
út á inneignnótu
hjá kaupfélaginu

húsfreyjan
hugar að vorlaukunum
og tekur út grillið

heimasætan
skýtur staranna
sem vöktu hana
með söng sínum
milli þess sem
þeir gerðu hreiður
í þakskeggið fyrir ofna gluggann hennar

morkna lambið
er slitið aftan úr
gömlu móru

og litli ljóshærði snáðinn
tínir krækiber
úr haughúsinu