Með draum og dirfsku í hjarta
dáð þú vinnur bjarta.
+með lán og líf í brjósti
lauf þú sýnist í hrjóstri.
Með von og visku í sinni
vandann þú leystir í tilveru minni.
Lykill að lánlausum manni
ljóðið í braglausum ranni.
Fegurð mí formlausum heimi
fumlaus í höktandi geimi.
Miskunin í mannlausum garði
mannsins sem ástina barði.
Drottni ég þakka dásemd þína
þakklæti fyllir nú söngvana mína.
Takk fyrir töfrana glæsta
sem töfruðu upp hjarta mitt læsta.
Þitt hjarta fær hjarta mitt aldrei að missa
ég manneskja yrði sem litlaus rissa.